tannlæknavaktin
Tannlæknavaktin, sem staðsett er í Reykjavík, sinnir allri bráðaþjónustu vegna tannlækninga. Eftir kl. 16 á virkum dögum og um helgar er tannlæknir á bakvakt.
Ávallt þarf að hafa samband símleiðis til tímapantana.
OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐIR - HOLIDAY OPENING HOURS
23. des 8-16
24. des 10-12
25. des 12-14
26. des 12-14
27. des 10-16
28. des 10-16
29. des 10-16
30. des 8-16
31. des 8-11
1. jan 12-14
Rétt viðbrögð við tannáverkum skipta sköpum hvort bjarga megi tönnum. Kynnið ykkur viðbrögð við tannáverkum hér vinstra megin á síðunni. Hafið samband við tannlækni eins fljótt og hægt er þegar um slys á tönnum er að ræða.
Þau atvik er krefjast tafarlausrar meðhöndlunar eru tannáverkar þar sem tennur hafa losnað, brotnað eða færst úr stað. Sama á við um slæmar tannpínur eða tannrótarbólgur og sýkingar í munnholi.
Þjónusta Tannlæknavaktarinnar snýr að öllum neyðartilvikum er varða tennur og munnhol. Vakthafandi tannlæknir metur meðferðarþörf.
Minniháttar atvik geta oft beðið í skamman tíma.
DENTAL EMERGENCY
Tannlæknavaktin is the dental emergency care in Reykjavik. The patient services provided is limited to the urgent condition and follow-up care is suggested to be completed at another time. Appointments are scheduled at a day-by-day basis and availability.
Call +354-4268000 for appointments.
LOCATION see: "STAÐSETNING" on top of page