• Print

rótfyllingar

 

  • Tennur þarf að rótfylla ef sýking hefur orðið í taugaholi tannar eða ef tönn hefur orðið fyrir áverka sem skaðað hefur taugina.
  • Þegar tannlæknir framkvæmir rótfyllingu eru  vefirnir innan í rótargöngum fjarlægðir og rótargöngin eru formuð til.   Algengt er að sjúklingur þurfi að koma í tvö til þrjú skipti svo hægt sé að klára rótfyllingar. 

  •  Við rótfyllingu er tönnin deyfð, þó er það ekki alltaf nauðsynlegt.  Ef bólga í tönn er mikil getur verið erfitt að deyfa hana. Eftir rótfyllingu minnkar verkur oftast eða hverfur sem verið hefur fyrir.  Þó getur verið nauðsynlegt að taka verkjalyf í 1-2 daga eftir heimsókn. 
  • Ef bólga myndast eða mikill verkur er best að hafa strax samband við tannlækni.
  • Meirihluti rótfyllinga eru gerðar á tönnum sem eru einkennalausar.  Nauðsyn á rótfyllingu uppgötvast oft ekki fyrr en við röntgenmyndatöku við venjulegt eftirlit hjá tannlækni. 
  • Rótfylltar tennur endast eins og aðrar tennur þó oftast þurfi umfangsmeiri viðgerðir við þær s.s. að gerðar séu krónur yfir tennurnar.  Rótfyllingar þarf stundum að endurgera ef sýking hverfur ekki eða endurtekur sig kringum rót tannar.  Batahorfur rótfylltra tanna eru 80-90%. 
  • Yfirleitt dökkna tennur ekki eftir rótfyllingu en það getur þó gerst sé hreinsun æða og tauga ekki fullnægjandi.  Segja má að þegar tönn dökknar sé það líkt og marblettur í tannbeininu.  Dökkni tönn eftir rótfyllingu þá er oftast hægt að lýsa tönnina með þar til gerðum tannlýsingarefnum.
  • Kostnaður meðferðarinnar veltur á hversu margir rótargangar eru í viðkomandi tönn og hversu erfið meðferðin er.  Jaxlar eru t.d. venjulega með 3-4 rótarganga en framtennur með einn rótargang.
  • Mjög áríðandi er að gera vandaða fyllingu í tönn eftir rótfyllingu en bráðabirgðafyllingar sem notaðar eru milli heimsókna geta molnað og þá er hætta á að rótargangar sýkist aftur.  Leitið strax til tannlæknis ef bráðabirgðafyllingar losna úr eða brotna.